top of page

VIÐSKIPTAVINIR

Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og rétta notkun á búnaðinum, sem skilar okkur ánægðum viðskiptavinum en þeir eru okkar helsti auglýsingarmiðill. Starfsmenn fyrirtækisins skoða hvert tilfelli fyrir sig og meta hvort varan henti. Þannig tryggjum við að öll uppsett vara skili tilætluðum árangri og virki sem skildi.

Afhending Bjarni_edited.JPG
mynd2.JPG

Magnús Jón Kjartansson, sumarhúsaeigandi í Grímsnesi:


Gjöfull gerir kraftaverk!!

Eftir að við hjónin fluttum í Grímsnes urðum við þess áþreifanlega vör að heita vatnið sem okkur stóð til boða var ekki nema um 50-60 gráðu heitt. Það er heldur lítill hiti þegar áhveðið hefur verið að neysluvatnið skuli vera kalt vatn sem hitað skuli með varmaskipti. Sturtur urðu aldrei vel heitar og heitt vatn í vöskum náði ekki þeim hita sem við vorum vön. Ég frétti af fyrirtæki sem hefði lausn á þessu vandamáli og setti mig í samband.

Páll Trausti Jörundsson viðskiptavinur við Gíslholt

Undirritaður, sem á bústað við Gíslholtsvatn í Holtum, fékk tilboð um uppsetningu forðakúts, frá Gísla Tómassyni haustið 2008. Ég hafði fengið tengda hitaveitu árið áður með 4 min.lítra. Góður þrýstingur er á kalda vatninu sem þýddi að blöndunartækin réðu ekki við blöndunina með eðlilegu vatnsmagni í sturtu eða vöskum. Eftir uppsetningu kútsins gjörbreyttist 

Axel Óli Ægisson viðskiptavinur í Grímsnesi

"Í lok sumars 2014 tók ég til notkunar varmakút  í sumarbústað í Grímsnesi. Bústaður þessi er á hitaveitu þar sem keyptur er aðgangur að 3 ltr/mín. Það er skemmst frá því að segja að ábatinn af þessari viðbót kom strax í ljós þar sem þrýstingur á heitu neysluvatni jókst til muna og varð sambærilegur á við þrýsting á köldu vatni. Þetta var mikil bragarbót frá þeim litla þrýsting sem 3 ltr/mín veita. Þessi jafni

Jón Baldur Þorbjörnsson, Sumarhúsaeigandi í Holti:

Ég vil nota tækifærið og opinbera ánægju okkar með forðakútana sem hinn gjöfuli Gisli hefur sett upp í tveimur frístundahúsa Nordic Lodges á síðustu mánuðum. Þar sem vatnið sem við fáum núna úr krönunum er í raun kalt vatn, upphitað með varmaskipti, hefur „forðakútur“ öðlast alveg nýja merkningu í okkar huga: Þ.e. græja sem kemur til með að FORÐA okkur frá því að brennisteinsblandað hitaveituvatn tæri upp málmhluti í hitakerfi húsanna með tilheyrandi lekavandamálum, vatnsskemmdum og öðrum skemmtilegheitum.

Sólveig Jóhannsdóttir, Læknafélag Íslands:

Fyrir hönd Orlofssjóðs lækna þá vil ég hrósa fyrirtækinu fyrir mjög góða þjónustu. Þeir brugðust strax við okkar vandamáli og ráðlögðu okkur vel. Við gefum þeim fullt hús stiga.

Ingi Þór Jónsson, Náttúrulækningafélag Íslands:


Þvílíkur munur eftir að Gjöfull tók allt í gegn í sumarbústað starfsmannafélags Heilsustofnunar!!

Bryndís Theódórsdóttir, sumarhúsaeigandi í Grímsnesi:


Frábært í einu orði sagt !

Kristín Þorvaldsdóttir, sumarhúsaeigandi í Grímsnesi:

Við erum afar þakklát fyrir þessa breytingu, mikill munur á flæði vatns fyrir sturtu í sveitinni, af sem áður var.

bottom of page