top of page

UPPSETNING Á FORÐAKÚTNUM

Uppsetning á forðakútnum er einföld hjá þeim húseigendum þar sem hitaveita og kaldavatns tenging er lögð í hefðbundinn hitaveituskáp. Forðakúturinn er staðsettur þétt við hlið hitaveituskápsins og tengingar við kalda neysluvatnið og hitaveitu gerðar í gegnum hlið hans. Tenging hitaveitu er útfærð þannig að hitaveitan er leidd í gegnum hitakútinn sem hitar og geymir vatnsforðann og þaðan inn á varmaskipti fyrir ofnakerfi húsins. Gjöfull annast uppsetningu á forðakútnum og vinnur í samstarfi við löggilta pípulagningamenn á hverju landssvæði fyrir sig.

Áhersla er lögð á rétta tengingu á búnaðinum og vönduð vinnubrögð þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi.

Uppsetningaraðilar:

Loki Lagnaþjónusta - sími 8976871 - lokilagnir@simnet.is

 

Við vinnum einnig í samstarfi við pípulagningarmeistara sem versla þá vöruna beint af okkur og setja upp fyrir sína viðskiptamenn. 

 

Bubbi pípari ehf. - sími 8977946 - bubbipipari@simnet.is

Lagnaafl - sími 8565525 - hjolli@morgan.is

Lagnadeildin - sími 8209456 - agust@lagnadeildin.is

Lagnaþjónustan - sími 6962311 - lagnir@lagnir.is

Pípulagnir Helga - sími 6991985 - helgi@helgipipari.is

Súperlagnir- sími 6648892 - superlagnirehf@gmail.com

Fyrir félagasamtök sem kaupa fleiri einingar gefum við verðtilboð með eða án uppsettningar. 

Ef viðskiptavinir eru staðsettir utan Suðurlands er best að hafa samband og við liðsinnum því eftir bestu getu.

Bjóðum einnig upp á heildarlausn fyrir hitaveitutengingar sem innifelur hitaveitugrind fyrir ofnakerfið ásamt forðakút fyrir neysluvatnið.

 

Tengimynd má nálgast hérna. 

Pantanir á uppetningu og fyrirspurnir má gera í gegnum heimasíðuna- Hafa samband

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                  

 

Þar sem hitaveituskápur er ekki hefbundinn þarf húseigandi að hafa samband við sinn pípulagningameistara og gera viðeigandi breytingar. Einnig er mögulegt að kaupa búnaðinn án uppsetningar og fylgja þá leiðbeiningar með vörunni sem fagmenn geta unnið eftir. Búnaðurinn er þá seldur til fagaðilans sem sinnir tengingu.

 

Uppsettur forðakútur við bústað í Grímsnesi

 

Heildarpakki með tengiskáp,hitaveitugrind og forðakút

bottom of page