top of page

VIÐSKIPTAVINIR

Páll Trausti Jörundsson viðskiptavinur við Gíslholtsvatn

 

Undirritaður, sem á bústað við Gíslholtsvatn í Holtum, fékk tilboð um uppsetningu forðakúts, frá Gísla Tómassyni haustið 2008. Ég hafði fengið tengda hitaveitu árið áður með 4 min.lítra.

Góður þrýstingur er á kalda vatninu sem þýddi að blöndunartækin réðu ekki við blöndunina með eðlilegu vatnsmagni í sturtu eða vöskum.

 

Eftir uppsetningu kútsins gjörbreyttist aðstaðan, þar sem jafn þrýstingur var nú kominn að blöndunartækjum. Til viðbótar er nú notað „heitt“ vatn til eldunar sem sparar rafmagn til muna.

Allar götur síðan, eða tæp 7 ár hefur allt virkað fullkomlega og hreinn lúksus að fara í sturtu, sem og notkun blöndunar úr tækjum við vaska.


Þeir fjármunir sem ég kostaði til þessa í upphafi hafa margborgað sig, fyrir nú utan þægindin sem af þessu leiðir.

 

Jan. 2015.

Páll Trausti Jörundsson.

bottom of page