top of page

VIÐSKIPTAVINIR

Jón Baldur Þorbjörnsson, Sumarhúsaeigandi í Holti:
Ég vil nota tækifærið og opinbera ánægju okkar með forðakútana sem hinn gjöfuli Gisli hefur sett upp í tveimur frístundahúsa Nordic Lodges á síðustu mánuðum. Þar sem vatnið sem við fáum núna úr krönunum er í raun kalt vatn, upphitað með varmaskipti, hefur „forðakútur“ öðlast alveg nýja merkningu í okkar huga:
Þ.e. græja sem kemur til með að FORÐA okkur frá því að brennisteinsblandað hitaveituvatn tæri upp málmhluti í hitakerfi húsanna með tilheyrandi lekavandamálum, vatnsskemmdum og öðrum skemmtilegheitum.
Að auki er Gísli mikill listamaður í allri lagnavinnu, eins og með fylgjandi mynd af endurnýjaðri hitaveitugrind í einu húsa okkar –Holti- ber með sér. Eiginlega er þetta ígildi lágmyndar, sem Nýlistasafnið ætti að eiga í sínum fórum. Nafnið gæti verið: Oft er í Holti heitavatn nær! "
Með bestu kveðju Jón Baldur Þorbjörnsson

bottom of page