top of page

VIÐSKIPTAVINIR

Magnús Jón Kjartansson, sumarhúsaeigandi í Grímsnesi:
Gjöfull gerir kraftaverk!!

Eftir að við hjónin fluttum í Grímsnes urðum við þess áþreifanlega vör að heita vatnið sem okkur stóð til boða var ekki nema um 50-60 gráðu heitt. 
Það er heldur lítill hiti þegar áhveðið hefur verið að neysluvatnið skuli vera kalt vatn sem hitað skuli með varmaskipti. Sturtur urðu aldrei vel heitar og heitt vatn í vöskum náði ekki þeim hita sem við vorum vön. Ég frétti af fyrirtæki sem hefði lausn á þessu vandamáli og setti mig í samband.Þeir komu strax sama dag og nú er kúturinn þeirra kominn í gagnið.

Það hefur gjörbreytt tilveru okkar hér og nú er nóg af sjóðandi heitu vatni og á miklum þrýstingi sem gerir það að verkum að vatnið hitnar fljótt í krönum og sturtum. Það er dásamlegt að geta nýtt þá orku sem í boði stendur miklu betur og vita sig ekki sem orkusóða. Kúturinn er í raun forðabúr með 150 lítrum af heitu vatni sem hitað er upp með hitaveitunni sem er í gangi allan sólahringinn.

bottom of page