top of page

Forðakúturinn

VATNSFLÆÐI

-Þrýstingur á heitu neysluvatni eykst með upphitun á köldu neysluvatni.

 

-Betri vatnsgæði, ólíkt því þegar hitaveita er tengd beint inn á neysluvatnslagnir.


-Styttri upphitunartími á vatnsforða og án notkunar á rafmagni.

ÁVINNINGUR
ÖRYGGI

-Hitaveitutengingar fluttar utandyra sem lágmarkar hættu á tjóni vegna hitaveitu.

 

-Hitastýrð blöndunartæki virka með jafnari vatnsþrýsting á lagnakerfinu.

 

-Fylgt kröfum lögbundinna reglugerða með tengingu á hitaveitu utandyra.

- Fjárfesting sem borgar sig upp á 4 árum miðað við að keypt sé aukið magn upp á 3 mínútulítra af jaðarveitunum.

 

- Betri nýting á vatnsmagninu sem greitt er fyrir og aukin gæði á heitu neysluvatni.

Með tengingu á vörunni á hitaveituvatn enga leið inn í húsið sem er í samræmi við gildandi byggingarreglugerðir og lágmarkar það hættuna á hitaveitutjóni inn í húsinu. Þrýstingsjafnvægi næst á neysluvatnskerfi hússins með tengingu á forðakútnum sem gefur jafnt magn af heitu og köldu vatni. Þetta gefur aukið öryggi í notkun á hitastýrðum tækjum og eykur endingu þeirra. Sveiflur í rennsli á álagstímum hverfa með tengingu á forðakútnum en þær eru algengar í sumarhúsahverfum þar sem álagið á veitukerfinu eykst með fjölda virkra notenda. 

Forðakúturinn er klæddur með stálklæðningu

Hitaveitan er tengd við forðakútinn sem er festur utandyra á tengiskápinn fyrir hitaveituna.
Kalt neysluvatn er hitað upp í forðakútnum, en víða er hitaveituvatnið tengt beint inn á neysluvatnskerfi hússins. Megintilgangur kútsins er að auka heitavatnsmagnið og hefur reynslan sýnt að vatnsmagnið 3-4 faldast hjá viðskiptavinum sem tengdir hafa verið með grunntengingu upp á 3 lítra/mín. Á þeim svæðum þar sem hitaveitu notendur geta keypt auka mínútulítra borgar fjárfestingin sig upp á tæpum 4 árum.

 

Varan er framleidd af Høiax sem er norskur framleiðandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á hitakútum og tengdum vörum.
Traustur framleiðandi með yfir 80 ára reynslu tryggir gæði vörunnar og áreiðanleika hennar. Unnið er með gæða stál í framleiðslu á kútnum og kápu eftir ströngustu stöðlum þar sem hvert eintak er þrýstiprófað í framleiðsluferlinu.

Hægt er að panta gjöful forðakút hjá okkur gegnum flipan hafa samband.

Söluaðilar:

Tengi er söluaðili fyrir Gjöful forðakút og er varan til sýnis hjá þeim að Smiðjuvegi 76.

Vatnsvirkinn er söluaðili fyrir Gjöful forðakút og er vara  til sýnis hjá þeim að Skemmuvegi 48.

Fyrstu forðakútarnir voru settir upp 2008 við sumarhús í Ölfusinu en varan hefur einnig verið nýtt til að þjónusta parhús með heilsársbúsetu þar sem einn forðakútur annar vatnsþörfinni á heitu vatni fyrir báðar íbúðir. Rétt er að taka fram að forðakúturinn er til upphitunar á neysluvatni og er því ekki tengdur við heita potta sem taka oft um 1000-1500 lítra af vatni. Tenging við heita pottinn er gerð framhjá forðakútnum og helst því óbreytt.

 

Tæknilegar upplýsingar og mál

Umfjöllun frá verkfræðistofunni Eflu

bottom of page